Skýrslan er óvenjuleg

Formanni Viðreisnar finnst óvenjulegt form og framsetning á skýrslu meirihluta fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna hina síðari. Skýrslan var kynnt í fjárlaganefnd í fyrradag og verður tekin til frekari umfjöllunar í nefndinni á næstunni.

„Vegna þess að menn leggja þetta fram sem prívat skýrslu en ekki skýrslu sem unnin er af öðrum aðilum fyrir nefndina í heild eða Alþingi allt. Enginn efast þó um að fólk hefur rétt á að búa til skýrslur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, þegar hann er spurður um ástæður skoðunar sinnar á skýrslunni.

Spurður að því hvort Viðreisn hefði myndað sér skoðun á málinu sagði Benedikt: „Þetta er sex ára gamalt mál. Við erum að móta okkur stefnu um framtíðina en ekki hvernig við eigum að breyta fortíðinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert