Áfellisdómur yfir fjárlaganefnd

Ásta Guðrún Helgadóttir.
Ásta Guðrún Helgadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Svo virðist sem þessi skýrsla sé ekki opinbert plagg; hún er ekki til í þingskjölum,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, um skýrslu meirihluta fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna hina síðari, sem var kynnt í vikunni. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur tilkynnt að hún muni gera það að tillögu sinni að skýrslan verði þingskjal og fái málsnúmer í þinginu.

Ásta Guðrún segir skýrsluna vera áfellisdóm yfir nefndinni. „Það að formaður nefndarinnar skuli nota nafn meirihluta nefndarinnar til að gera rannsóknarskýrslu sem er byggð á sex heimildum er hneyksli.“ Vissulega hafi þingmenn og nefndir frelsi til að rannsaka viss mál og skrifa um þau skýrslur en Ásta Guðrún segist spyrja sig hvert eiginlegt markmið umræddrar skýrslu hafi verið. „Markmiðið var að koma óorði á ákveðinn aðila, það kemur mjög skýrt fram að þarna eru nornaveiðar í gangi.“

Að sögn Ástu Guðrúnar hefur þingflokkur Pírata ekki fengið neinar skýringar á vinnubrögðum nefndarinnar. „Það var bara ákveðið að gera þetta svona,“ segir hún og viðurkennir að finna megi fyrir titringi á þinginu vegna vinnubragða þingmanna. „Skýrslan hefur verið til umræðu í fjárlaganefnd en það er ekki þar með sagt að við höfum lagt blessun okkar yfir hana.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert