Gagnrýnir tvöfalt siðgæði Pírata

Ágúst Beaumont ásamt Birgittu Jónsdóttur.
Ágúst Beaumont ásamt Birgittu Jónsdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Ágúst Smári Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann gagnrýnir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir smölun vera liðna svo lengi sem sá smali sé þóknanlegur félagsmönnum að sunnan.

Frétt mbl.is: Píratar gagnrýna Birgittu

„Það er ólíðandi að við í Norðvesturkjördæmi sem aðhyllumst nýja nálgun og betri stjórnmál skulum þurfa að sitja upp með þennan lista óbreyttan,“ segir Ágúst í tilkynningunni.

Þar greinir hann frá því þegar Þórður G. Pétursson, íþróttakennari, var sakaður af félagsmönnum um óæskilega smölun með því að bjóða vinum og fjölskyldu velkomin í faðm Pírata. „Þórður, var aflífaður af Pírötum með óásættanlegum og niðrandi hætti, bæði á neti sem og í fjölmiðlum.  Listinn var síðar felldur í staðfestingakosningu sem Píratar um allt land gátu staðfest eða hafnað,“ segir í tilkynningunni.

Mikil umræða fór af stað

Ágúst Smári heldur áfram að reka forsögu málsins og segir að eftir að ljóst var að listi Pírata í kjördæminu hafi verið felldur hafi prófkjörið verið endurtekið og allir Píratar á landinu öllu fengu að taka þátt.

„Mikil umræða fór af stað bæði í net- og kjötheimum, um að raða ætti á listann svipað til því sem félagsmenn í kjördæminu hefðu kosið, en þeir, sem vildu fordæma smölun Þórðar myndu sleppa því að kjósa hann eða raða honum annarstaðar á listann.  Þórður dró sig af lista og tók því ekki þátt i endurprófkjörskosningu,“ skrifar Ágúst.

Margir haft samband

„Úrslit síðara prófkjörs komu félagsmönnum um allt land mjög á óvart, en þar hafði frambjóðandi sem áður hafði hafnað í 6. sæti á lista Pírata í kjördæminu, lent í 2. sæti, og hafði því hoppað um 4 sæti.  Við nánari skoðun mátti sjá að um smölun hefði verið að ræða, sem síðan fékkst staðfest,“ bætir hann við.

„Nú í dag, sem þakka má fréttaumfjöllun liðinnar viku, hafa margir stígið fram og tjáð undrun sína á þessari niðurstöðu, ásamt því að fjöldi skráðra Pírata hafa sett sig í samband við mig og kvartað undan símtölum Gunnars Ingibergs [Guðmundssonar].  Þau símtöl voru flest á þá leið, að fella bæri listann og að kjósa bæri hann í efsta sæti listans.” segir Ágúst.

Frétt mbl.is: Baðst afsökunar og lýsir yfir fullum stuðningi

Gunnar Ingiberg segi sig af lista

„Með þessari hegðun Gunnars og hans stuðningsmanna, sýna þeir prófkjöri Pírata í kjördæminu lítilsvirðingu og siðlaust atferli, sem við Píratar viljum ekki vera þekkt fyrir. Undanfarna daga hefur sá sem þetta skrifað, leitað eftir útskýringum á þessu tvöfalda siðferði sem Gunnar Ingiberg hefur viðhaft en svör hafa ekki borist.  Það er skýr krafa undirritaðs og margra félagsmanna í kjördæminu, að Gunnar Ingiberg segi sig af lista Pírata án tafar svo góð sátt náist um þann annars frábæra lista sem Píratar bjóða uppá í norðvesturkjördæmi," segir hann.

„Tvöfalt siðgæði Pírata gengur ekki upp.  Það er ljóst að þeir sem vilja mótmæla þessum vinnubrögðum Gunnars Ingibergs hafa þann eina kost, í stöðunni, að strika hann út af lista verði hann áfram á lista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka