Sást síðast í ísbúð á Alicante

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur sent fyr­ir­spurn á lög­reglu­yf­ir­völd á Spáni vegna …
Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur sent fyr­ir­spurn á lög­reglu­yf­ir­völd á Spáni vegna málsins og óskað eftir upplýsingum um Valdimar. mbl.is/Árni Sæberg

Aðstandendur Íslendings á Spáni sem ekkert hefur spurst til frá 10. september hafa fengið litlar sem engar upplýsingar frá lögreglu um málið.

Maðurinn heitir Valdimar Svavarsson og síðast þegar fréttist af honum var hann staddur í ísbúð á Alicante, þann 10. september. Systir Valdimars heyrði frá eiganda ísbúðarinnar, sem er Íslendingur, fyrir helgi. Eigandinn var ekki á staðnum en greindi systur Valdimars frá því að Valdimar hefði sagt starfsmanni ísbúðarinnar að hann hefði verið rændur og væri korta-, peninga- og símalaus og bað um að fá að hringja. Valdimar hafði þá samband við bróður sinn á Íslandi. Ekkert hefur spurst til hans síðan.

Systir Valdimars segir í samtali við mbl.is að hún hafi ekkert heyrt í lögregluyfirvöldum, hvorki hér á landi né á Spáni, frá því á miðvikudag. Hún hafi beðið um að fá allar upplýsingar um leið og þær berast.

Mbl.is greindi frá því í gær að Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur sent fyr­ir­spurn á lög­reglu­yf­ir­völd á Spáni vegna málsins og óskað eftir upplýsingum.

Fjölskylda Valdimars hefur haft samband við Íslendingafélagið í Alicante og lýst hefur verið eftir honum á Facebook síðu Íslendinga sem búsettir eru á Spáni. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um ferðir Valdimars er bent á að hafa samband við lögregluna eða aðstandendur Valdimars með því að senda tölvupóst á rosa.olof@simnet.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert