Útskot fyrir ferðamenn í skoðun

Flugvélaflakið hefur verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna undanfarið.
Flugvélaflakið hefur verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna undanfarið.

Vegagerðin hefur verið að kortleggja undanfarið þá staði á landinu þar sem ferðamenn stoppa gjarnan og hvar hægt sé að gera útskot til að koma í veg fyrir hættu þegar fólk stoppar í vegköntum. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is, en seint í gærkvöldi varð banaslys á Sólheimasandi þegar ferðamaður varð fyrir bíl eftir að hafa stoppað til að fara að flugvélaflakinu á sandinum. 

Meðal annars er í undirbúningi að gera bílastæði við vegakaflann að flugvélaflakinu á sandinum að sögn G. Péturs, en viðræður við landeiganda hafa staðið í nokkurn tíma. 

Frétt mbl.is: Hugðust skoða flugvélarflakið

G. Pétur segir að Vegagerðin skoði nú helstu staði þar sem ferðamenn stoppi, en það geti einnig verið erfitt að fá heildarsýn á málið þar sem ferðamenn leggi oft hér og þar sem erfitt sé að kortleggja.

Alltaf þegar slys verða skoðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa málið og kemur meðal annars með athugasemdir til Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að slíkt taki tíma og að Vegagerðin geri einnig sína skoðun.

Spurður hvort skoðað hafi verið að gera útskot eða bílastæði á þessum stað segir G. Pétur að Vegagerðin sé að undirbúa að gera bílastæði þar, en horft sé til þess að það verði innan girðingar. Viðræður eiga sér stað við landeiganda, en G. Pétur segir að slíkar viðræður geti verið flóknar.

Eftir að landeigendur á Sólheimasandi lokuðu vegakaflanum niður að flugvélaflakinu fyrir bílaumferð hafa ferðamenn stoppað við þjóðveginn og labbað niður eftir. Skapar það nokkra hættu, enda eru engin bílastæði til staðar og flestir stoppa í vegkantinum.

Frétt mbl.is: Banaslys á Sólheimasandi

Eftir að landeigendur lokuðu hliði við veginn niður að flugvélaflakinu …
Eftir að landeigendur lokuðu hliði við veginn niður að flugvélaflakinu vegna slæmrar umgengni hafa ferðamenn lagt í vegkanti þjóðvegarins. Mynd/Benedikt Bragason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert