„Ég vil þá segja að leikskólakennarastarfið er mjög vandasamt. Það krefst margra ára háskólamenntunar. Ábyrgðin sem fylgir því að annast og kenna ungum börnum er mikil. Launin eru alls ekki í samræmi við menntun og ábyrgð. Því verð ég að segja að borgarstjóri er með þessu að gjaldfella leikskólakennarastarfið. Leikskólar eru ekki gæslustaðir. “
Frétt mbl.is: Eldri borgarar „vel færir til vinnu“
Þetta sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Vísaði hún þar til ummæla sem höfð voru eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkurborgar, að mönnunarvanda á leikskólum borgarinnar mætti hugsanlega leysa með því að fá þar eldri borgara til starfa.