Skólamaturinn ekki í Ráðhúsið

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tillaga Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að sams konar matur yrði á boðstólum í Ráðhúsi Reyjavíkur og borinn er fram í leik- og grunnskólum borgarinnar var felld á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata voru á móti tillögunni, sjálfstæðismenn með en fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá.

„Með því að boðið verði upp á sama matseðil í Ráðhúsinu og í leik- og grunnskólum myndi borgarstjóri geta fylgst með gæðum þessara máltíða og sýnt það í verki að tryggt verði að börnunum standi ávallt til boða hollar og góðar máltíðir. Það gengur ekki upp að það gerist aftur að börnin í leikskólunum fái verri mat en fullorðna fólkið sem borðar í Ráðhúsinu,“ sagði í greinargerð Mörtu með tillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert