Vill ákvæði um valdaframsal

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Löngu tímabært er að setja ákvæði í stjórnarskrána um heimild til framsals á ríkisvaldi að því gefnu að framsalið njóti stuðnings aukins meirihluta þingmanna.

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í minnihlutaáliti sínu í utanríkismálanefnd Alþingis um þingsályktun sem til meðferðar er í þinginu um að Ísland gangist undir evrópskt fjármálaeftirlit á vegum Evrópusambandsins.

Frétt mbl.is: Stenst ekki stjórnarskrána

Katrín vísar til Noregs þar sem slíkt ákvæði sé til staðar. Það hafi verið litið svo á þar í landi að ákvæðið ætti við um þá ákvörðun að Noregur skyldi gangast undir evrópska fjármálaeftirlitið sem verður að forminu til í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Hún benti á að stjórnarskrárnefnd, sem starfað hafi á kjörtímabilinu, hefði fjallað um málið en stjórnarflokkarnir hefðu hins vegar lagst gegn því að slíkt ákvæði yrði sett í stjórnarskrána.

Frétt mbl.is: Skipt­ar skoðanir um full­veld­is­framsal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert