Vill bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mik­il­vægt er að gripið verði til aðgerða til þess að styrkja rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla á Íslandi. Þetta sagði Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, í sér­stakri umræðu á Alþingi í dag um málið. Lausn­in lægi að minnsta kosti að hluta í virðis­auka­skatts­pró­sent­unni en það væri ekki nóg. 

„Það þarf líka að upp­færa ým­is­legt í ís­lensku reglu­verki í fjöl­miðlalög­un­um þótt ekki sé langt síðan við samþykkt­um ný lög í þing­inu sem við þurf­um að breyta til að mæta þeim tækninýj­ung­um sem hafa komið fram. Það er nauðsyn­legt að lög­gjaf­inn fylgi þeim tækninýj­ung­um sem best,“ sagði ráðherr­ann.

Máls­hefj­andi var Helgi Hjörv­ar, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem lýsti áhyggj­um sín­um af stöðu fjöl­miðla hér á landi, einkum minni ljósvakamiðla, og innti Ill­uga eft­ir því hvort til greina kæmi að styrkja rekstr­ar­stöðu þeirra til að mynda með því að lækka eða fella niður virðis­auka­skatt í tengsl­um við starf­semi þeirra.

Skipaður þver­póli­tísk­ur starfs­hóp­ur 

Mennta­málaráðherra sagðist hafa rætt málið við for­ystu­fólk ljósvakamiðlanna um málið sem og for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra, ein­staka þing­menn og for­ystu­menn í stjórn­ar­and­stöðunni. Sagðist hann taka fylli­lega und­ir áhyggj­ur Helga. Hann hafi kynnt í rík­is­stjórn þings­álykt­un í rík­is­stjórn sem hann vonaði að næði fram að ganga um stofn­un starfs­hóps til þess að gera til­lög­ur að úr­bót­um í mál­inu.

Ill­ugi sagðist gera ráð fyr­ir að starfs­hóp­inn skipuðu full­trú­ar allra stjórn­mála­flokk­anna á þingi sem og þeirra flokka sem kæmu nýir inn eft­ir næstu þing­kosn­ing­ar. Starfs­hóp­ur­inn skilaði til­lög­um sín­um til mennta­málaráðherra og fjár­málaráðherra fyr­ir 15. fe­brú­ar.

Til­lög­urn­ar myndu snúa að því „til hvaða aðgerða, laga­breyt­inga, reglu­gerðarbreyt­inga og ann­ars, er nauðsyn­legt að grípa til þess að mæta þeirri þróun og þeirri stöðu sem uppi er og hátt­virt­ur þingmaður hef­ur gert að um­tals­efni í þess­ari umræðu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert