Margir skólar í mínus

Margir framhaldsskólar eru í vanda með almennan rekstur.
Margir framhaldsskólar eru í vanda með almennan rekstur. mbl.is/Styrmir Kári

„Skólar eru sumir ábyggilega komnir í vanskil varðandi rafmagn og hita,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans, en hann vill meina að mjög þröngt sé í búi hjá framhaldsskólum landsins.

„Það eru öll innkaup í lágmarki, skólarnir hafa mjög lítið lausafé.“ Fimmtán framhaldsskólar af tuttugu og sjö á landinu voru reknir í mínus og horfa fram á erfiðan vetur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi samdi harðorða bókun þar sem stjórnvöld voru gagnrýnd og vakin athygli á því að framlag ríkisins upp á 537 milljónir dygði ekki fyrir kostnaði við laun og húsaleigu sem nemur tæpum 557 milljónum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert