Ráðuneytisstjórinn á samúð Össurar

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir „gott að vita af því …
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir „gott að vita af því að kansellíin búa enn yfir mönnum sem í rennur blóð." mbl.is/Eggert Jóhannesson

Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsir því yfir í færslu á Facebook síðu sinni nú í kvöld að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu eigi samúð sína alla.

Pistil sinn nefnir Össur „Ævareiður ráðuneytisstjóri og Haraldur hugumstóri“, en Guðmundur steig fram nú í kvöld og kvaðst líklega vera embættismaðurinn sem þingmenn meirihluta fjárlaganefndar Alþingis segi að hafi hótað þeim æru- og eignamissi vegna gerðar skýrslu um endurreisn bankakerfisins og afhendingu bankanna til erlendra kröfuhafa á síðasta kjörtímabili.

Frétt mbl.is: Telur sig vera embættismanninn 

„Það er ekkert að því þó embættismaður, sem hefur verið ærumeiddur og svívirtur með því að brigsla honum um verknað sem stappar landráðum næst hringi í þann sem svo gerði og messi yfir hausamótunum á honum,“ segir Össur í pistli sínum.

„Það gerði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri. Hann hringdi í Harald Benediktsson, fjárlaganefndarmann, sem var einn af ábyrgðarmönnum alræmdrar „skýrslu“ – sem hinn drenglyndi forseti Alþingis sór af þinginu - og lét hann að íslenskum hætti finna til tevatnsins.“

Össur segir því næst „gott að vita af því að kansellíin búa enn yfir mönnum sem í rennur blóð. Hinn ævareiði ráðuneytisstjóri hefur alla mína samúð. Ég vona samt að hann hringi ekki í mig!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka