Telur sig vera embættismanninn

Guðmundur Árnason.
Guðmundur Árnason. mbl.is/Árni Sæberg

Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Guðmundur Árnason, telur að hann sé háttsetti embættismaðurinn sem þingmenn meirihluta fjárlaganefndar Alþingis segi að hafi hótað þeim æru- og eignamissi vegna gerðar skýrslu um endurreisn bankakerfisins og afhendingu bankanna til erlendra kröfuhafa á síðasta kjörtímabili.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu á fréttavef sínum í dag en Guðmundur svaraði skriflegri fyrirspurn þess um málið. Meirihlutinn í fjárlaganefnd lét meðal annars bóka á fundi nefndarinnar í morgun að þingmenn í meirihlutanum hafi fengið „beinar hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni“ eftir að skýrslan hafi verið kynnt.

Frétt mbl.is: Fengið hótanir um æru- og eignamissi

Guðmundur segist í svarinu til Ríkisútvarpsins að hann hafi átt samtal við Harald Benediktsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa í fjárlaganefnd á föstudaginn þar sem hann hafi tjáð Haraldi þá skoðun sína og fleiri að ásakanir í skýrslunni fæli í sér rætnar og alvarlegar ásakanir á hendur þeim sem hafi af hálfu ríkisins komið að samningum á milli gömlu og nýju bankanna.

„Ég vildi ganga úr skugga um að hann áttaði sig á alvarleika slíkra ásakana og að við áskildum okkur rétt til að láta reyna á persónulega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyrir dómstólum, enda æra okkar og starfsheiður að veði. Önnur samtöl hef ég ekki átt við þingmenn um þetta mál. Sé það upplifun Haraldar að samtalið hafi falið í sér hótun af minni hálfu er hann beðinn afsökunar á því.“

Frétt mbl.is: Verður nafngreindur síðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert