Telur sig vera embættismanninn

Guðmundur Árnason.
Guðmundur Árnason. mbl.is/Árni Sæberg

Ráðuneyt­is­stjóri fjár­málaráðuneyt­is­ins, Guðmund­ur Árna­son, tel­ur að hann sé hátt­setti emb­ætt­ismaður­inn sem þing­menn meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is segi að hafi hótað þeim æru- og eignam­issi vegna gerðar skýrslu um end­ur­reisn banka­kerf­is­ins og af­hend­ingu bank­anna til er­lendra kröfu­hafa á síðasta kjör­tíma­bili.

Rík­is­út­varpið grein­ir frá þessu á frétta­vef sín­um í dag en Guðmund­ur svaraði skrif­legri fyr­ir­spurn þess um málið. Meiri­hlut­inn í fjár­laga­nefnd lét meðal ann­ars bóka á fundi nefnd­ar­inn­ar í morg­un að þing­menn í meiri­hlut­an­um hafi fengið „bein­ar hót­an­ir um æru- og eignam­issi frá hátt­sett­um emb­ætt­is­manni“ eft­ir að skýrsl­an hafi verið kynnt.

Frétt mbl.is: Fengið hót­an­ir um æru- og eignam­issi

Guðmund­ur seg­ist í svar­inu til Rík­is­út­varps­ins að hann hafi átt sam­tal við Har­ald Bene­dikts­son, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúa í fjár­laga­nefnd á föstu­dag­inn þar sem hann hafi tjáð Har­aldi þá skoðun sína og fleiri að ásak­an­ir í skýrsl­unni fæli í sér rætn­ar og al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur þeim sem hafi af hálfu rík­is­ins komið að samn­ing­um á milli gömlu og nýju bank­anna.

„Ég vildi ganga úr skugga um að hann áttaði sig á al­var­leika slíkra ásak­ana og að við áskild­um okk­ur rétt til að láta reyna á per­sónu­lega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyr­ir dóm­stól­um, enda æra okk­ar og starfs­heiður að veði. Önnur sam­töl hef ég ekki átt við þing­menn um þetta mál. Sé það upp­lif­un Har­ald­ar að sam­talið hafi falið í sér hót­un af minni hálfu er hann beðinn af­sök­un­ar á því.“

Frétt mbl.is: Verður nafn­greind­ur síðar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert