146 milljónir vegna rannsóknar á hafsbotni

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson í Reykjavíkurhöfn.
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Hafrannsóknarstofnun fær 146,3 milljóna framlag til að fjármagna stofnkostnað vegna kortlagningar hafsbotnsins umhverfis Íslands samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi sem kynnt var í gær. Verkefnið er liður í stórátaka í kortlagningu hafsbotnsins í tilefni af 50 ára afmæli stofnunarinnar.

Frétt mbl.is: Ætla að kortlega hafsbotninn á 10 til 15 árum

Svæðið sem um ræðir er um 754 þúsund ferkílómetrar að stærð, eða sjöfalt stærra en flatarmál Íslands. Samkvæmt skýringum í frumvarpinu kemur fram að gert sé ráð fyrir að verkefnið muni hefjast í ársbyrjun 2017 og standa yfir í 13 ár eða til ársloka 2029. Gert er ráð fyrir 200 milljóna árlegu framlagi í verkefnið, eða samtals 2,6 milljarða. Gert hefur verið ráð fyrir verkefninu í fjármálaáætlun áranna 2017-21.

Stofnkostnaðurinn felst meðal annars í að endurnýja fjölgeislamæli og tilheyrandi búnað í rannsóknarskipið Árna Friðriksson auk þess að kaupa og setja upp svonefndan jarðlagamæli í skipinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka