Ræði við ráðuneytisstjórann

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­málaráðherra, seg­ir að hann eigi eft­ir að fara yfir mál Har­ald­ar Bene­dikts­son­ar alþing­is­manns og Guðmund­ar Árna­son­ar, ráðuneyt­is­stjóra í fjár­málaráðuneyt­inu. Það verði gert á næst­unni.

„Ég á bara eft­ir að fara yfir þetta mál. Ég mun auðvitað þurfa að ræða við ráðuneyt­is­stjór­ann vegna kvört­un­ar Har­ald­ar. Ég á eft­ir að sjá bréfið frá Har­aldi og kynna mér það, en get staðfest að það er komið í ráðuneytið. Málið er bara á frum­stigi í ráðuneyt­inu,“ sagði fjár­málaráðherra í gær.

Í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar umboðsmanns skrifaði Har­ald­ur yf­ir­manni ráðuneyt­is­stjór­ans, fjár­málaráðherra, form­legt kvört­un­ar­bréf dags. 21. sept­em­ber 2016. Þar seg­ir meðal ann­ars: „Um­mæli ráðuneyt­is­stjór­ans voru ósam­boðin stöðu hans og virðingu sem æðsta emb­ætt­is­manns fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert