Ræði við ráðuneytisstjórann

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir að hann eigi eftir að fara yfir mál Haraldar Benediktssonar alþingismanns og Guðmundar Árnasonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Það verði gert á næstunni.

„Ég á bara eftir að fara yfir þetta mál. Ég mun auðvitað þurfa að ræða við ráðuneytisstjórann vegna kvörtunar Haraldar. Ég á eftir að sjá bréfið frá Haraldi og kynna mér það, en get staðfest að það er komið í ráðuneytið. Málið er bara á frumstigi í ráðuneytinu,“ sagði fjármálaráðherra í gær.

Í samræmi við ráðleggingar umboðsmanns skrifaði Haraldur yfirmanni ráðuneytisstjórans, fjármálaráðherra, formlegt kvörtunarbréf dags. 21. september 2016. Þar segir meðal annars: „Ummæli ráðuneytisstjórans voru ósamboðin stöðu hans og virðingu sem æðsta embættismanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert