Vigdís biður stjórnskipunarnefnd um rannsókn

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefndarinnar, …
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefndarinnar, kynntu skýrsluna fyrir hönd meirihluta nefndarinnar 12. september. Nú er Vigdís ein skráð fyrir skýrslunni. mbl.is/Eggert

Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, hef­ur sent Ögmund­ur Jónas­syni, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, bréf þar sem þess er óskað að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd leggi fyr­ir Alþingi þings­álykt­un­ar­til­lögu um að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd sam­kvæmt lög­um nr. 68/​2011 til að rann­saka seinni einka­væðingu bank­anna.

„Meðfylgj­andi er skýrsla mín um einka­væðingu bank­anna hina síðari. Á fundi fjár­laga­nefnd­ar 21. sept­em­ber sl. samþykkti meiri hluti nefnd­ar­inn­ar að vísa skýrsl­unni til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Þess er óskað að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd leggi fyr­ir Alþingi þings­álykt­un­ar­til­lögu um að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd sam­kvæmt lög­um nr. 68/​2011 til að rann­saka seinni einka­væðingu bank­anna,“ seg­ir í bréfi Vig­dís­ar til Ögmund­ar.

Hún seg­ir miður að umræða um skýrsl­una, sem var kynnt á blaðamanna­fundi 12. sept­em­ber, hafi verið um form henn­ar en ekki um efni henn­ar. Vig­dís seg­ir ljóst að mik­il­væg­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar komi fram í skýrsl­unni.

„Á það ekki síst við um 140 blaðsíður af fylgiskjöl­um. Rétt er að taka fram að skýrsl­an hef­ur tekið breyt­ing­um hvað varðar orðalag og fram­setn­ingu frá því að hún var fyrst birt í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ing­ar for­manns og vara­for­manns fjár­laga­nefnd­ar í liðinni viku,“ seg­ir Vig­dís.

Þá seg­ir hún að skýrsl­an feli í sér mik­il­vægt efni af ýmsu tagi:

  • Í fyrsta lagi bygg­ist hún á gögn­um sem hafa ekki áður verið gerð op­in­ber.
  • (Í öðru lagi bygg­ist hún á svör­um frá op­in­ber­um stofn­un­um, þ.e. Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, Rík­is­end­ur­skoðun, Fjár­sýslu rík­is­ins, Banka­sýslu rík­is­ins, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu og for­sæt­is­ráðuneyt­inu.
  • Í þriðja lagi geym­ir hún fund­ar­gerðir sam­ræm­ing­ar­nefnd­ar stjórn­valda (Coord­inati­on Comm­ittee).

„Einnig skal bent á að mik­il­vægt er að aflétta leynd af gögn­um er málið varða og eru varðveitt á nefnda­sviði Alþing­is.

Rétt er að leggja sér­staka áherslu á að skýrsla sem Brynj­ar Ní­els­son þáver­andi vara­formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar vann og birti í fe­brú­ar 2015 vegna kvört­un­ar Víg­lund­ar Þor­steins­son­ar nýt­ist ekki sem rök fyr­ir því að skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar sé nú óþörf,“ seg­ir í bréf­inu.

Þá seg­ir hún, að vegna fyr­ir­spurn­ar Odd­nýj­ar Harðardótt­ur alþing­is­manns og for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem lögð hafi verið fram á fundi fjár­laga­nefnd­ar 14. sept­em­ber, sé eft­ir­far­andi tekið fram:

  • Vinnu við gerð skýrsl­unn­ar var stýrt af for­manni fjár­laga­nefnd­ar.
  • Kostnaður við gerð skýrsl­unn­ar vegna sér­fræðiaðstoðar var 90.000 kr.
  • Fjár­laga­nefnd er ekki rann­sókn­ar­nefnd og boðar ekki ein­stak­linga til skýrslu­gjaf­ar.

„Þá er rétt að taka fram að skýrsl­an hef­ur kallað fram viðbrögð inn­an stjórn­sýsl­unn­ar sem ekki verða rak­in á þess­ari stundu, enda hef­ur er­indi vegna þeirra nú þegar verið beint til rétt­bærs yf­ir­valds,“ seg­ir Vig­dís að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert