Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir yfir manni sem sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Eyjum síðastliðinn laugardag.
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til klukkan fjögur á miðvikudaginn 28. september, en lögreglustjórinn hafði farið fram á vikuframlengingu, eftir að núverandi gæsluvarðhaldúrskurður rennur út í dag.
Frétt mbl.is: Óska framlengingar gæsluvarðhalds
Á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að framlengingarbeiðnin sé lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna málsins.
Konan var flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur eftir að hafa fundist nakin með mikla áverka í andliti við hlið fata sinna og leikur grunur á að brotið hafi verið gegn henni kynferðislega. Líkamshiti konunnar mældist 35,3 gráður er hún fannst og sagði í áverkavottorði að hún hafi verið „afmynduð í framan“.
Frétt mbl.is: Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Frétt mbl.is: Grunaður um kynferðisbrot
Sögð hafa fundist nakin í húsagarði