Fallist á framlengingu gæsluvarðhalds

Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurðinn til næsta miðvikudags.
Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurðinn til næsta miðvikudags. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir yfir manni sem sem grunaður er um al­var­lega lík­ams­árás og kyn­ferðis­brot gegn konu í Eyj­um síðastliðinn laug­ar­dag.

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til klukkan fjögur á miðvikudaginn 28. september, en lögreglustjórinn hafði farið fram á vikuframlengingu, eftir að núverandi gæsluvarðhaldúrskurður rennur út í dag.

Frétt mbl.is: Óska fram­leng­ing­ar gæslu­v­arðhalds

Á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar kem­ur fram að framlengingarbeiðnin sé lögð fram á grundvelli  rann­sókn­ar­hags­muna máls­ins.

Kon­an var flutt var með sjúkra­flugi frá Vest­manna­eyj­um til Reykja­vík­ur eft­ir að hafa fund­ist nak­in með mikla áverka í and­liti við hlið fata sinna og leik­ur grun­ur á að brotið hafi verið gegn henni kyn­ferðis­lega. Lík­ams­hiti kon­unn­ar mæld­ist 35,3 gráður er hún fannst og sagði í áverka­vott­orði að hún hafi verið „af­mynduð í fram­an“.

Frétt mbl.is: Úrsk­urðaður í gæslu­v­arðhald

 Frétt mbl.is: Grunaður um kyn­ferðis­brot

Sögð hafa fund­ist nak­in í húsag­arði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert