Forsetaframboð Davíðs kostaði 27,7 milljónir

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Árni Sæberg

For­setafram­boð Davíðs Odds­son­ar kostaði 27,7 millj­ón­ir króna. Þetta kem­ur fram á vef Rík­is­end­ur­skoðunar, en þar er birt­ur út­drátt­ur úr end­ur­skoðuðu upp­gjöri Davíð vegna þátt­töku í kjöri til for­seta Íslands í sum­ar.

Þar seg­ir enn frem­ur að fram­lög lögaðila til Davíðs, sem er rit­stjóri Morg­un­blaðsins, hafi numið 8,2 millj­ón­um króna. Fram­lög ein­stak­linga til hans námu 8,1 millj­óni en eig­in fram­lag nam 11,4 millj­ón­um króna. 

Halla Tómasdóttir.
Halla Tóm­as­dótt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Einnig er búið að birta út­rátt úr end­ur­skoðuðu upp­gjöri Höllu Tóm­as­dótt­ur vegna fram­boðsins, en kostnaður­inn nam 8,9 millj­ón­um króna.

Fram­lög lögaðila til Höllu námu 1,4 millj­ón­um króna. Fram­lög ein­stak­linga 2,3 millj­ón­um og eig­in fram­lag nam 2 millj­ón­um króna. 

Frétt mbl.is: Fram­boð Guðna kostaði 25 millj­ón­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert