Skjálfti upp á 3,9 stig

Af vef Veðurstofu Íslands

Jarðskjálfti sem mældist 3,9 stig varð í Mýrdalsjökli klukkan 13:30 í dag. Nokkr­ir eft­ir­skjálft­ar hafa mælst í kjöl­farið en engin merki eru um gosóróa samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Starfsmenn í rannsóknarhóp frá Jarðvísindastofnun voru á Brekkum í Mýrdal og fundu vel fyrir skjálftanum, en upptök hans voru sunnarlega í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli. Vel er fylgst með svæðinu all­an sóla­hring­inn, af jarðvár­sviði Veður­stofu Íslands. 

Skjálftar í ágúst þeir stærstu frá árinu 1977

Skjálfta­hrina hófst í Mý­dals­jökli 29. ág­úst og mæld­ust tveir skjálft­ar um 4,5 að stærð í norður­hluta Kötlu­öskj­unn­ar. Þeir eru stærstu skjálft­ar sem mælst hafa í Kötlu frá ár­inu 1977. Sam­dæg­urs mæld­ist skjálfti af stærð 3,1 um 4 km norðan við Grinda­vík sem fannst í bæn­um sem og í Hafnar­f­irði. Hinn 30. ág­úst varð skjálfti í Bárðarbungu af stærð 3,8. Ann­ar markverður at­b­urður varð 1. sept­em­ber en veg­far­end­ur í Land­manna­laug­um urðu var­ir við skjálfta sem mæld­ist rúm­lega 1,7 að stærð við Brenni­steins­öldu.

Heldur minni virkni var í Mýrdalsjökli í síðustu viku samanborið við fyrri viku. Tæplega 40 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, þar af 29 innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálftinn var 2,6 að stærð þann 14. september kl 11:26. Fjórir skjálftar mældust undir Kötlujökli, sá stærsti 0,4 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert