Hreiðar ákærður fyrir innherjasvik

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. mbl.is/Ómar Óskarsson

Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, fyrir umboðs- og innherjasvik. Í frétt RÚV um málið segir að Hreiðar sé sakaður um að hafa grætt ríflega 300 milljónir á viðskiptum með hlutafé í Kaupþingi árið 2008. Málið verður þingfest 3. október.

Í frétt RÚV kemur fram að ákæran sé gerð á grundvelli þess að hann var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. Hreiðar hafi búið yfir upplýsingum um að skráð markaðsverð hlutabréfa í Kaupþingi hafi gefið ranga mynd af verðmæti þeirra vegna markaðsmisnotkunar með hlutbréf í bankanum sem Hreiðar tók sjálfur þátt í.

Því máli hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og er þar til meðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti héraðssaksóknara verður fallið frá  innherjasvikaákærunni verði Hreiðar Már sýknaður í Hæstarétti af markaðsmisnotkun.

Frétt RÚV í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert