Hreiðar ákærður fyrir innherjasvik

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. mbl.is/Ómar Óskarsson

Héraðssak­sókn­ari hef­ur ákært Hreiðar Má Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveins­dótt­ur, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra bank­ans, fyr­ir umboðs- og inn­herja­svik. Í frétt RÚV um málið seg­ir að Hreiðar sé sakaður um að hafa grætt ríf­lega 300 millj­ón­ir á viðskipt­um með hluta­fé í Kaupþingi árið 2008. Málið verður þing­fest 3. októ­ber.

Í frétt RÚV kem­ur fram að ákær­an sé gerð á grund­velli þess að hann var sak­felld­ur fyr­ir markaðsmis­notk­un í héraðsdómi Reykja­vík­ur á síðasta ári. Hreiðar hafi búið yfir upp­lýs­ing­um um að skráð markaðsverð hluta­bréfa í Kaupþingi hafi gefið ranga mynd af verðmæti þeirra vegna markaðsmis­notk­un­ar með hlut­bréf í bank­an­um sem Hreiðar tók sjálf­ur þátt í.

Því máli hef­ur verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar og er þar til meðferðar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá embætti héraðssak­sókn­ara verður fallið frá  inn­herja­svika­ákær­unni verði Hreiðar Már sýknaður í Hæsta­rétti af markaðsmis­notk­un.

Frétt RÚV í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert