Hæstiréttur dæmir í hópnauðgunarmáli

Dómur verður kveðinn upp í Hæstarétti síðar í dag.
Dómur verður kveðinn upp í Hæstarétti síðar í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur kveður í dag upp dóm yfir fimm piltum sem ákærðir voru fyrir hópnauðgun í Breiðholti í maí árið 2014, en málið vakti á þeim tíma mikla athygli. Piltarnir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári, en einn þeirra var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að mynda atvikið.

Þá var honum einnig gert að greiða stúlk­unni 500 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur auk vaxta.

At­vikið átti sér stað í íbúð í Breiðholti í Reykja­vík í maí árið 2014, en stúlkan var þá 16 ára. Piltarnir hafa allir neitað sök frá upphafi, og hafa sagst talið stúlk­una hafa tekið þátt af fús­um og frjáls­umvilja, í þeim kyn­ferðis­at­höfn­um sem átt hafi sér stað.

Framburður piltanna trúverðugur

Héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu að framb­urður pilt­anna væri trú­verðugur og að þeir hefðu hver og einn greint hrein­skiln­is­lega frá máls­at­vik­um. Ekk­ert hefði þá komið fram í mál­inu sem gæfi til kynna að þeir hefðu haft ástæðu til að ætla annað en að stúlk­an væri samþykk því sem fram hafi farið í her­berg­inu.

Í dómnum segir stúlkan að hún hafi gefið pilt­un­um til kynna að hún vildi ekki vera með þeim en ekki sagt það ber­um orðum. Síðar hafi hún sagt að hún gæti hafa sagt það ber­um orðum við pilt­ana en myndi það ekki.

Vísað til vitnisburðar þriggja vitna

Fram kemur einnig í dómi Héraðsdóms að framb­urður stúlk­unn­ar hafi verið breyti­leg­ur um sum atriði og enn­frem­ur hafi komið fram í máli henn­ar að hún myndi sumt illa. Svo hafi virst sem hún hafi fyrst talað um nauðgun eft­ir að mynd­bands­upp­tök­una bar á góma.

Var þá meðal ann­ars vísað til vitn­is­b­urðar þriggja vitna í mál­inu um að stúlk­an hafi sagt að færi mynd­bandið í dreif­ingu myndi hún segja að um nauðgun hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert