Hæstiréttur hefur sýknað fimm pilta af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára gamalli stúlku í maí árið 2014.
Piltarnir voru sýknaðir af ákærunní Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári, en einn þeirra var þá dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að mynda atvikið.
Þá var honum einnig gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta.
Hæstiréttur vísaði hins vegar þeim hluta málsins aftur í hérað, sem snýr að myndbirtingu af atvikinu. mbl.is mun greina nánar frá málinu við birtingu dómsins síðar í dag.
Sjá frétt mbl.is: Hæstiréttur dæmir í hópnauðgunarmáli
Atvikið átti sér stað í íbúð í Breiðholti í Reykjavík í maí árið 2014, en stúlkan var þá 16 ára. Piltarnir hafa allir neitað sök frá upphafi, og hafa sagst talið stúlkuna hafa tekið þátt af fúsum og frjálsumvilja, í þeim kynferðisathöfnum sem átt hafi sér stað.
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að framburður piltanna væri trúverðugur og að þeir hefðu hver og einn greint hreinskilnislega frá málsatvikum. Ekkert hefði þá komið fram í málinu sem gæfi til kynna að þeir hefðu haft ástæðu til að ætla annað en að stúlkan væri samþykk því sem fram hafi farið í herberginu.
Frétt mbl.is: „Algjörlega venjulegt kynlíf“
Í dómi Héraðsdóms sagði stúlkan að hún hefði gefið piltunum til kynna að hún vildi ekki vera með þeim en ekki sagt það berum orðum. Síðar hafi hún sagt að hún gæti hafa sagt það berum orðum við piltana en myndi það ekki.
Fram kom einnig í dómi Héraðsdóms að framburður stúlkunnar hafi verið breytilegur um sum atriði og ennfremur hafi komið fram í máli hennar að hún myndi sumt illa. Svo hafi virst sem hún hafi fyrst talað um nauðgun eftir að myndbandsupptökuna bar á góma.
Var þá meðal annars vísað til vitnisburðar þriggja vitna í málinu um að stúlkan hafi sagt að færi myndbandið í dreifingu myndi hún segja að um nauðgun hafi verið að ræða.