Hafnar kröfu lögreglustjórans í Eyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að maðurinn sem er grunaður um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði skuli ekki sæta gæsluvarðhaldi.

Málið var kært til Hæstaréttar 28. september síðastliðinn eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafði hafnað kröfu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 26. október næstkomandi.

Frétt mbl.is: Laus úr haldi í Eyjum 

Maður­inn var hand­tek­inn laug­ar­dag­inn 17. sept­em­ber, grunaður um að hafa brotið gegn konu á fimm­tugs­aldri um nótt­ina. Hún var flutt með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur um morg­un­inn eft­ir að hafa fund­ist nak­in með mikla áverka í and­liti við hlið fata sinna og leik­ur grun­ur á að brotið hafi verið gegn henni kyn­ferðis­lega.

Lík­ams­hiti kon­unn­ar mæld­ist 35,3 gráður er hún fannst og sagði í áverka­vott­orði að hún hafi verið „af­mynduð í fram­an“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert