Rúmar 64 milljónir fyrir frímerki

tSkildingafrímerki frá árunum 1873-1876 eru verðmæt. Frímerkin á myndinni seldust …
tSkildingafrímerki frá árunum 1873-1876 eru verðmæt. Frímerkin á myndinni seldust á tæpar 14 milljónir.

Íslensk frímerki seldust samanlagt á hálfa milljón evra með sölulaunum eða á rúmar 64 milljónir íslenskra króna á uppboði í Malmö í Svíþjóð sem haldið var á laugardaginn.

Áttatíu prósent þeirra voru úr safni Indriða Pálssonar heitins, sem var forstjóri Skeljungs. Safnið seldist fyrir tvöfalt það verð sem var ásett og fór salan því fram úr björtustu vonum, að sögn Steinars Friðþórssonar, uppboðshaldara hjá uppboðshúsinu Postiljonen, sem bauð safnið upp.

Salan sem fram fór nú er sú síðari af tveimur og um fjörutíu prósent frímerkjanna úr heildarsafninu seldust nú. Tvö frímerki úr safninu voru eftirsóttust og seldust á töluvert hærra verði en hin, en það eru svokölluð skildingafrímerki. Dýrasta merkið fór á tæpar 14 milljónir og það næsta á 3,5 milljónir og voru það Íslendingar sem keyptu þau bæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka