Fordæma allt dýraníð

Svavar Halldórsson.
Svavar Halldórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Lands­sam­tök sauðfjár­bænda for­dæma allt dýr­aníð og meðferðin á lamb­inu sem lýst er í frétt mbl.is er til há­bor­inn­ar skamm­ar, seg­ir Svavar Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka sauðfjár­bænda.

„Hér á landi gilda ströng lög og regl­ur um meðferð dýra og þetta virðist aug­ljóst brot á þeim. Sam­tök­in hvetja alla þá sem urðu vitni að at­b­urðunum að gefa sig um­svifa­laust fram við lög­reglu,“ seg­ir Svavar enn­frem­ur.

Frétt mbl.is: Grun­ur um dýr­aníð í Hörgár­sveit

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert