Eldra fólkið kýs frekar

Guðni Th. Jóhannesson var settur inn í embætti forseta Íslands …
Guðni Th. Jóhannesson var settur inn í embætti forseta Íslands 1. ágúst. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kosn­ingaþátt­tak­an í for­seta­kosn­ing­un­um í sum­ar var minnst meðal yngstu kjós­end­anna mest meðal fólks á aldr­in­um 65-74 ára. Mun fleiri kon­ur mættu á kjörstað en karl­ar. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Við kosn­ing­arn­ar 25. júní voru alls 244.896 á kjör­skrá eða 73,6% lands­manna. Af þeim greiddu 185.430 at­kvæði eða 75,7% kjós­enda. Kosn­ingaþátt­taka karla var 72,4% en þátt­taka kvenna var nokkru hærri, 79,0%. Kosn­ingaþátt­tak­an var breyti­leg eft­ir aldri, meiri meðal eldri en yngri kjós­enda. Hún var minnst hjá ald­urs­hópn­um 20–24 ára, 63,1% og 18–19 ára, 63,8%. Hæst var hlut­fallið hjá 65–74 ára 87% en lækkaði síðan með aldri úr því. Hlut­fall utan­kjör­fund­ar­at­kvæða af greidd­um at­kvæðum var 23,1%.

Níu fram­bjóðend­ur voru í kjöri til embætt­is for­seta Íslands, þau Andri Snær Magna­son, Ástþór Magnús­son, Davíð Odds­son, Elísa­bet Krist­ín Jök­uls­dótt­ir, Guðni Th. Jó­hann­es­son, Guðrún Mar­grét Páls­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Hild­ur Þórðardótt­ir og Sturla Jóns­son. Úrslit for­seta­kjörs urðu þau að Guðni Th. Jó­hann­es­son hlaut flest at­kvæði, 71.356 eða 39,1% gildra at­kvæða, og var því kjör­inn for­seti Íslands fyr­ir tíma­bilið frá 1. ág­úst 2016 til 31. júlí 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert