Þrír starfsmenn frá köfunarfyrirtæki eru mættir í smábátahöfnina á Granda þar sem víkingaskipið Vésteinn sökk fyrr í kvöld.
Frétt mbl.is: Víkingaskipið sökk í storminum
Freista á þess að hífa skipið upp síðar í kvöld en reiknað með því að það lægi með kvöldinu.
Tveir starfsmenn frá Faxaflóahöfnum eru einnig staddir á bryggjunni að skoða aðstæður.
Blaðamaður mbl.is er á svæðinu og kom hann þar auga mann sem var að huga að báti sínum sem einnig er bundinn við bryggju í smábátahöfninni.