Allir sakfelldir í Kaupþingsmáli

Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og Sigurður Einarsson.
Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og Sigurður Einarsson. mbl

Hæstiréttur sakfelldi í dag níu fyrrverandi starfsmenn Kaupþings í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Var tveimur starfsmönnum sem áður höfðu verið sýknaðir eða ákæruliðum á hendur þeim vísað frá dæmd sök í málinu en ekki gerð refsing.

Þeir sem ákærðir voru í mál­inu voru Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri bank­ans, Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður bank­ans, Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, Ingólf­ur Helga­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings á Íslandi, Ein­ar Pálmi Sig­munds­son, fyrr­ver­andi for­stöðumaður eig­in viðskipta Kaupþings, Birn­ir Sær Björns­son og Pét­ur Krist­inn Guðmars­son, starfs­menn eig­in viðskipta, Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri út­lána Kaupþings, og Björk Þór­ar­ins­dótt­ir, fyrr­ver­andi lána­full­trúi í lána­nefnd bank­ans.

Birn­ir Sær Björns­son, Ein­ar Pálmi Sig­munds­son og Pét­ur Krist­inn Guðmars­son.
Birn­ir Sær Björns­son, Ein­ar Pálmi Sig­munds­son og Pét­ur Krist­inn Guðmars­son. mbl

Hreiðar var í Hæstarétti dæmdur í 6 mánaða fangelsi, en í héraðsdómi hafði hann ekki hlotið refsiauka við fyrri mál sem hann hafði verið dæmdur í. Magnúsi og Björk var ekki gerð refsing í málinu, en með niðurstöðu sinni telur Hæstiréttur þau þó sek í málinu.

Í tilfellum Sigurðar, Einars Pálma, Birnis, Péturs og Bjarka var dómur héraðsdóms óraskaður.

Magnús Guðmundsson, Bjarki Diego og Björk Þórarinsdóttir.
Magnús Guðmundsson, Bjarki Diego og Björk Þórarinsdóttir. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert