Sterling-málið á dagskrá eftir viku

Hannes Smárason í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð Sterling-málsins.
Hannes Smárason í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð Sterling-málsins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Mál ákæruvaldsins gegn Hannesi Smárasyni, svokallað Sterling-mál, er komið á dagskrá Hæstaréttar. Verður málið flutt á miðvikudaginn í næstu viku, en svo hefur Hæstiréttur allt að fjórar vikur til að skila dómi í málinu.

Hannes var sýknaður í héraði, en hann hafði verið ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa látið milli­færa 2,9 millj­arða króna af banka­reikn­ingi FL Group yfir á banka­reikn­ing Fons 25. apríl 2005. Í dómi héraðsdóms kemur aftur á móti fram að ekki hafi tekist að sanna þær ásakanir.

Hann­es, sem var starf­andi stjórn­ar­formaður FL Group á þeim tíma sem í ákæru grein­ir, neitaði sök. Í dómi héraðsdóms, seg­ir að Hann­es hefði neitað að hafa haft þau áform sem seg­ir í ákæru, þ.e. um þátt­töku FL Group í kaup­um Fons á Sterl­ing Air­lines.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari taldi hæfi­legt að Hann­es yrði dæmd­ur í 2-3 ára fang­elsi í mál­inu.

Hannes var einnig til rannsóknar í svokölluðu Pace-máli, en rannsókn á því var látin niður falla fyrr á þessu ári.

Frétt mbl.is: Engar fullnægjandi skýringar

Frétt mbl.is: Vilja áfrýja dómi Hannesar

Frétt mbl.is: Hannes Smárason sýknaður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka