Maðurinn sem var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi eftir að hafa fallið í 80 gráðu heitan hver við Flúðir í gærkvöldi er enn á gjörgæslu, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.
Maðurinn mun vera mjög alvarlega slasaður og samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi er hann illa brunninn á höndum, fótum og bringu.
Frétt mbl.is: Brenndist á höndum, fótum og bringu
Frétt mbl.is: Féll í 80 gráðu heitan hver