Brenndist á höndum, fótum og bringu

Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi.
Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Maðurinn sem var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa fallið í 80 gráðu heitan hver við Flúðir er illa brunninn á höndum, fótum og bringu.

Frétt mbl.is: Féll í 80 gráðu heitan hver

Maðurinn, sem er tæplega sjötugur, er erlendur og var ekki einn á ferð. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað um tildrög slyssins.  

Hann mun vera mjög alvarlega slasaður. 

„Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var á næt­ur­sjón­aukaæf­ingu á Snæ­fellsnesi er kallið barst. Hélt hún þá þegar af stað til eldsneytis­töku og síðan var haldið á slysstað. Sjúkra­bíll ók til móts við þyrluna við Skeiðavega­mót og var hinn slasaði færður þar yfir í þyrluna,“ sagði í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni í gærkvöldi. 

Þyrl­an lenti við Land­spít­ala – há­skóla­sjúkra­hús klukk­an 22:15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert