Fór inn á lokað hverasvæði

Hverasvæði við Kleifarvatn.
Hverasvæði við Kleifarvatn. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Erlendi ferðamaðurinn sem féll í gær ofan í hver sem er rétt við Gömlu laugina við Flúðir, fór inn á hverasvæði þar sem aðgangur er bannaður og virðist ekki hafa virt þær lokanir sem þar gilda.

Frétt mbl.is: Féll í 80 gráðu heitan hver

Maðurinn hafði verið að baða sig í Gömlu lauginni við Flúðir, náttúrulaug sem ferðamenn þekkja undir nafninu Secret Lagoon. Eftir það fór hann á hverasvæði þar sem aðgangur er bannaður. Þar skvettist heitt vatn á fætur hans og við það missti hann jafnvægið og féll ofan í hver, samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Gömlu laugarinnar.

Hann brenndist illa á höndum, fótum og bringu. Maðurinn er þungt haldinn og liggur á gjörgæslu, samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 

Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi stendur rannsókn á málinu yfir.

Horft yfir tjaldsvæðið á Flúðum.
Horft yfir tjaldsvæðið á Flúðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert