Friðarsúlan tendruð í 10. skipti

Fjöldi fólks lagði leið sína út í Viðey til að vera viðstatt þegar Yoko Ono kveikti á Friðarsúlunni í 10. skipti í kvöld. Við tilefnið talaði Ono um tíðar fréttir af átökum og ófriði. Friðarsúlan er minnisvarði um John Lennon sem hefði orðið 76 ára gamall í dag hefði hann lifað.

Veðurspáin hafði ekki verið góð en betur fór en á horfðist og þrátt fyrir skúrir voru prýðilegar aðstæður fyrir viðburðinn sem skipar stóran sess í hjörtum Reykvíkinga eins og Dagur B. Eggertsson orðaði það í stuttri tölu.

Súlan lýsir allt að 4 km upp í himininn þegar aðstæður eru sem bestar og munu ljósin loga allt til 8. desember þegar slökkt verður á henni á dánardegi Lennons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert