„Kom aldrei til greina að gera lag“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Friðjón R. Friðjóns­son, einn fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar í fram­boði hans til for­seta Íslands, seg­ist hafa verið sann­færður lengi um að Guðni myndi sigra í kosn­ing­un­um. 

Kom þetta fram í sam­tali Andra Freys Viðars­son­ar við Friðjón í út­varpsþætt­in­um „Talandi um það“ á Rás 2 fyrr í dag.

„Við vor­um með svo gott for­skot svo lengi, að ég var bú­inn að vera sann­færður um að þetta væri komið, og klárt, svo miklu leng­ur en í öðrum slög­um sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Friðjón, en hann hef­ur áður aðstoðað Bjarna Bene­dikts­son við for­manns­kjör hans í Sjálf­stæðis­flokkn­um.

Friðjón aðstoðaði Guðna í framboði hans til forseta.
Friðjón aðstoðaði Guðna í fram­boði hans til for­seta.

Á leið á móti sitj­andi for­seta

„Það sem ger­ist er að þetta Wintris-mál kem­ur upp þarna ann­an eða þriðja apríl, og þar er Guðni í stúd­íói og verður þar með þjóðþekkt­ur.“

Þar með hafi björn­inn þó síður en svo verið unn­inn.

„Þegar Guðni til­kynn­ir um fram­boð 5. maí, þá erum við á leiðinni í kosn­inga­bar­áttu á móti sitj­andi for­seta, þegar Guðni var bú­inn að segja að sitj­andi for­seti vinni alltaf.

Við vor­um búin að gera skoðana­könn­un þar sem við vor­um þó nokkuð und­ir Ólafi, en ekki svo langt að við gæt­um ekki náð því.“

Guðni var settur inn í embætti forseta Íslands þann 1. …
Guðni var sett­ur inn í embætti for­seta Íslands þann 1. ág­úst. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

„Svo bara ger­ast hlut­irn­ir“

Útlit hafi þá verið fyr­ir að leiðin myndi liggja upp brekk­una.

„Svo bara ger­ast hlut­irn­ir. Davíð Odds­son til­kynn­ir um fram­boð þrem­ur dög­um á eft­ir Guðna.“

Andri Freyr spurði þá Friðjón hver viðbrögð hans hefðu verið við því.

„Það voru blendn­ar til­finn­ing­ar, alla vega hvað mig varðar, því ég er sjálf­stæðismaður og hef alltaf borið mjög mikla virðingu fyr­ir Davíð Odds­syni sem for­manni flokks­ins, og óneit­an­lega ein­um mesta leiðtoga Sjálf­stæðis­flokks­ins í sögu hans.

En á móti kem­ur að ég var byrjaður að vinna í fram­boði með vini mín­um,“ sagði Friðjón og bætti við að kon­ur þeirra Guðna væru mjög góðar vin­kon­ur og þeir þannig orðið ágæt­is­vin­ir.

„Og ef vin­ur manns vill gera eitt­hvað, og maður tel­ur að það séu lík­ur á að hann geti náð ár­angri, þá stend­ur maður með því.“

Guðni við innsetninguna í sal Alþingis.
Guðni við inn­setn­ing­una í sal Alþing­is. mbl.is/​Freyja Gylfa

„Kom okk­ur að óvör­um“

Andri Freyr spurði Friðjón meðal ann­ars hvort komið hefði til skoðunar að gera lag til stuðnings Guðna, líkt og stuðnings­menn Þóru Arn­órs­dótt­ur gerðu fyr­ir fram­boð henn­ar árið 2012.

„Það kom aldrei til greina,“ sagði Friðjón og benti á að hann hefði líka komið að skipu­lagn­ingu henn­ar fram­boðs.

„Það lag kom okk­ur svo­lítið að óvör­um. Og við vor­um al­veg harðákveðin í því, hjá Guðna, að svona lag ætti ekki að koma okk­ur að óvör­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert