Hélt þjófnum föstum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Árvök­ull íbúi í Kópa­vogi til­kynnti til lög­reglu um mann sem væri á gangi um hverfið, tak­andi í hurðar­húna húsa og bif­reiða um þrjú í nótt. Þegar maður­inn var kom­inn inn í bif­reið ná­granna stökk íbú­inn út og hélt mann­in­um föst­um þangað til lög­regla kom á vett­vang.

Á mann­in­um, sem er á fer­tugs­aldri, fund­ust ýms­ir mun­ir sem hann viður­kenndi að hafa stolið úr öðrum bif­reiðum. Maður­inn er vistaður í fanga­geymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert