„Heyrði hann taka í húninn“

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Þórður

Júlí­us Ármann Júlí­us­son íþróttaþjálf­ari vaknaði í nótt og fór fram til þess að sækja sér vatns­glas. Fyr­ir til­vilj­un sér hann mann  taka í hurðar­húna húsa í göt­unni og á bif­reiðum. Þegar Júlí­us sér hann taka í hún­inn á íbúðinni á neðri hæðinni og liggja á glugga íbúðar­inn­ar stökk hann út og hand­tók mann­inn borg­ara­lega.

Að sögn Júlí­us­ar, sem býr í Eski­hvammi í Kópa­vogi, var það al­gjör til­vilj­un að hann fór fram og sá mann­inn ráfa á milli húsa í göt­unni á þriðja tím­an­um í nótt. „Ég fór nú bara fram til þess að sækja mér vatns­glas,“ seg­ir Júlí­us en hann hélt í fyrstu að um blaðbera væri að ræða en sá fljótt að það gat ekki verið miðað við hátt­ar­lag manns­ins sem hvarf reglu­lega sjón­um þegar hann fór á milli húsa í göt­unni.

Frétt mbl.is: Hélt þjófn­um föst­um

Á hæðinni fyr­ir neðan Júlí­us og fjöl­skyldu hans býr kona með ný­fætt barn og þegar Júlí­us sá mann­inn grípa um hurðar­hún­inn á henn­ar íbúð og liggja á glugga íbúðar­inn­ar stökk hann út. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Júlí­us að maður­inn hafi reynt að forða sér á hlaup­um en hon­um tek­ist að snúa mann­inn niður og halda hon­um. Kon­an á neðri hæðinni var þá vöknuð og eins eig­in­kona Júlí­us­ar og hringdu þær báðar á lög­reglu sem kom á vett­vang skömmu síðar.

Maður­inn barðist um á hæl og hnakka en Júlí­us, sem er bæði knatt­spyrnu- og íþróttaþjálf­ari, náði að halda hon­um niðri þangað til lög­regl­an tók við og hand­tók mann­inn. Við leit á hon­um fund­ust ýms­ir mun­ir sem maður­inn viður­kenndi að hafa stolið úr bif­reiðum í göt­unni. Hann gist­ir nú fanga­geymsl­ur lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert