Hvessir aftur síðdegis

Frá Bakkakotsá fyrr í dag.
Frá Bakkakotsá fyrr í dag. mbl.is/RAX

Draga fer úr vindi og úrkomu vestast á landinu eftir miðnætti og úrkomulítið verður vestanlands í fyrramálið. Aftur fer þó að rigna þar eftir hádegi og hvessa mun síðdegis, segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Rigningin heldur samt áfram alveg óslitið á Suðurlandi og Suðausturlandi, allan morgundaginn. Það heldur áfram að rigna og rigna, þótt það dragi úr vestanlands. Við verðum bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Þorsteinn.

Bendir hann á að áfram er varað við áframhaldandi vexti í ám á Suðurlandi, fram til miðnættis á föstudag. Þá fylgi vatnsveðrinu aukin hætta á skriðuföllum.

Veðurvefur mbl.is

Hér að neðan má sjá úrkomuna á gagnvirku korti eins og hún er á hverjum tíma fyrir sig, með vissum skekkjumörkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert