Lambakjötið mengað af eiturefnum

Sigurbjörg Dís og Jón Haukur á brúðkaupsdaginn.
Sigurbjörg Dís og Jón Haukur á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Sigurbjörg Dís

Mat­ur, sem bor­inn var fram í brúðkaups­veislu í Sand­gerði í júlí í sum­ar þar sem tug­ir fengu matareit­un, var lagaður á veit­inga­húsi í Reykja­vík og flutt­ur á staðinn í hita­köss­um með ófull­nægj­andi hætti að mati Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta tölu­blaði Far­sóttar­frétta Land­læknisembætt­is­ins sem kom út í dag. Þar seg­ir að sótt­varn­ar­lækn­ir hafi gert til­fellaviðmiðunar­rann­sókn í því skyni að finna hvaða mat­væli brúðkaups­veisl­unn­ar gætu tengsl veik­ind­um gest­anna. Rætt hafi verið við 45 af 60 gest­um og af þeim hafi 34 veikst.

Frétt mbl.is: Nær all­ir brúðkaups­gest­ir fengu matareitrun

Mbl.is ræddi í sum­ar við brúðhjón­in, þau Sig­ur­björgu Dís Kon­ráðsdótt­ur og Jón Hauk Ólafs­son, sem fóru hörðum orðum um veisluþjón­ust­una sem hefði eyðilagt brúðkaups­veisl­una. Eig­and­inn, Magnús Ingi Magnús­son, hefði brugðist illa við þegar þau hefðu kvartað yfir matn­um og ekk­ert viljað koma til móts við þau.

„Ljóst var af ein­kenn­um þeirra brúðkaups­gesta sem veikt­ust og tíma­setn­ingu ein­kenna eft­ir neyslu mat­væl­anna að hér var lík­leg­ast um að ræða matareitrun frem­ur en mat­ar­sýk­ingu. Lík­leg­ir or­saka­vald­ar slíkra matareitr­ana eru Stapylococcus aur­eus, Bacillus cer­eus og/​eða Clostridi­um perfr­ingens,“ seg­ir enn­frem­ur í Far­sóttar­frétt­um.

Þegar rann­sókn­in hafi farið fram hafi verið búið að farga öll­um mat­væl­un­um nema súp­unni. „Rann­sókn á súp­unni leiddi ekki í ljós or­saka­vald­inn, en lík­leg­ast er að lamba­kjötið hafi verið mengað af eit­ur­efn­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert