Afgangurinn ekki meiri en hallinn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór ekki rétt með þegar hann hélt því fram að útlit væri fyrir að afgangur á ríkisfjármálunum á þessu ári yrði meiri en „allur uppsafnaður halli vinstri stjórnarinnar frá 2009-2013.“

Ummælin lét Bjarni falla á Alþingi 15. ágúst.

Þetta kemur fram í svari staðreynda- og samfélagsvaktar Vísindavefsins. Höfundur svarsins er Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ.

„Gera má ráð fyrir að fjármála- og efnahagsráðherra hafi haft tekjufærslu stöðugleikaframlaga slitastjórna föllnu bankanna í huga þegar hann setti fram fullyrðingu sína. Spurningin sem þarf að svara er því þessi: Er áætlaður afgangur ársins 2016 (326 milljarðar króna) hærri en uppsafnaður halli áranna 2009 til 2013 (389 milljarðar eða 464 milljarðar króna). Svarið við þeirri spurningu er nei,“ segir í svari Þórólfs.

Á Vísindavefnum má finna rökstuðning prófessorsins og útskýringu á hugtökum en þess ber að geta að upphæðin 389 milljarðar er sótt til Fjársýslu ríkisins og endurspeglar uppsafnaðan tekjujöfnuð, á meðan upphæðin 464 milljarðar er sótt til Hagstofunnar og endurspeglar uppsafnaðan tekjuhalla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert