Fjöldi fólks bíður enn endurgreiðslu

Björn Steinbekk.
Björn Steinbekk. mbl.is/Kristinn

„Ég þekki engan sem Björn Steinbekk hefur gert upp við,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður í samtali við mbl.is. Björn var í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 á þriðjudag þar sem hann sagðist hafa end­ur­greitt um 10 millj­ón­ir króna til þeirra sem fóru fram á að fá end­ur­greidda miða sem hann seldi þeim fyr­ir leik Íslands og Frakk­lands á EM í fót­bolta í sum­ar.

Frétt mbl.is: Segist hafa endurgreitt 10 milljónir 

Sex umbjóðendur Vilhjálms bíða eftir endurgreiðslu vegna miða sem þeir greiddu fyrir en fengu aldrei á áðurnefndan leik. 

„Í júlí síðastliðnum sendi ég kröfu á lögmann Björns, eins og óskað hafði verið eftir, fyrir hönd tveggja einstaklinga sem samtals höfðu keypt sex miða. Þá þekki ég fjölda annarra sem keyptu miða af Birni sem hafa ekki fengið endurgreiðslu,“ segir Vilhjálmur og bætir við að það væri ágætt ef Björn myndi upplýsa um það og sýna fram á hverja hann hefur gert upp við.

Lögmaðurinn sagði að lögð hefði verið fram kæra á hendur Birni í byrjun september vegna fjársvika og það mál væri hjá lögreglunni.

Kristján Atli Bald­urs­son, eig­andi Net­midi.is, greindi frá því í sam­tali við mbl.is á mánudag að Björn ætti eft­ir að greiða hon­um 5,2 millj­ón­ir króna vegna miðasölu­klúðurs­ins. Sagði hann að málið myndi fara fyr­ir dóm­stóla. 

Frétt mbl.is: Bíður enn eftir milljónum frá Birni

Í viðtali við mbl.is í júlí sagðist Björn hafa verið svik­inn af miðasöluaðilun­um sem hann keypti miða af á leik­inn. Þegar til Par­ís­ar var komið hefði hann því keypt 458 miða af öðrum aðilum en fengið hluta af þeim seint. Hon­um tókst þó að af­henda 389 miða fyr­ir utan leik­vang­inn. Hann nefndi einnig að bak­poka með rúm­lega 60 miðum hefði verið rænt. Á end­an­um hefðu 69 manns ekki fengið miða. Hann þver­tók fyr­ir að um svindl hefði verið að ræða af sinni hálfu. 

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert