Héraðsdómur staðfestir lögbann vegna deildu og piratebay

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur staðfesti í dag lög­bann á fjar­skipta­fé­lög­in Síma­fé­lagið og Hringiðuna frá októ­ber 2015 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum deildu og pira­tebay ásamt lén­um sem vísa á sömu svæði. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá STEF, Sam­bandi tón­skálda og eig­enda flutn­ings­rétt­ar. Þar seg­ir að lok­un aðgeng­is á sams kon­ar síður, sem eru sagðar hafa það að meg­in­stefnu og í stór­felld­um mæli að miðla efni án heim­ilda rétt­hafa, hafi gefið góða raun bæði hér­lend­is og víða í Evr­ópu.

„Aðgerðir sem þess­ar byggj­ast á skýr­um heim­ild­um í ís­lensk­um lög­um og til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Með þeim er ekki með ólög­mæt­um hætti skert­ur rétt­ur ein­stak­linga til tján­ing­ar­frels­is, enda er með aðgerðunum verið að koma í veg fyr­ir lög­brot og vernda eign­ar­rétt og fjár­hagsaf­komu höf­unda, flytj­enda og fram­leiðenda.

Yfir 90% af því efni sem Íslend­ing­ar hala niður af ólög­leg­um vefsvæðum er hægt að nálg­ast með lög­leg­um hætti við vefþjón­ust­ur sem eru með samn­inga við ís­lenska rétt­hafa.

Fjár­hags­legt tjón rétt­hafa er nú þegar gíf­ur­legt af völd­um ólög­mætr­ar starf­semi af þessu tagi og sýn­ir ný­leg könn­un sem Capacent gerði að tap inn­lendra aðila vegna sjón­varps- og kvik­mynda­efn­is ein­göngu er 1,1 millj­arður á ári.  Af því tap­ar hið op­in­bera milli 350 og 450 millj­ón­um króna ár­lega. Við óbreytt ástand og lagaum­hverfi eiga rétt­haf­ar ekki annarra kosta völ en að verja lög­mæta hags­muni sína með lög­bannsaðgerðum.

STEF – Sam­band tón­skálda og eig­enda flutn­ings­rétt­ar, hef­ur verið í for­svari fyr­ir fram­an­greind­ar aðgerðir með stuðningi rétt­hafa­sam­tak­anna SÍK – Sam­band ís­lenskra kvik­mynda­fram­leiðenda, SFH – Sam­band flytj­enda og hljóm­plötu­fram­leiðenda og FRI­SK – fé­lag rétt­hafa í sjón­varps- og kvik­myndaiðnaði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert