„Þetta er grafalvarleg staða“

Snorri Magnússon.
Snorri Magnússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er grafalvarleg staða. Þetta kemur niður á öryggi okkar lögreglumanna í starfi og mjög alvarlega á öryggi borgaranna,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, um þá fækkun sem orðið hefur á lögreglumönnum hér á landi undanfarin ár.

Ekkert viðmið er til um fjölda lögreglumanna en árið 2007 var útbúin löggæsluáætlun fyrir Ísland þar sem gert var ráð fyrir að árið 2012 yrðu lögreglumenn 804 á landinu öllu. Þeir voru 624 árið 2012 eða rúmlega 77 prósent þess áætlaða fjölda sem talið var æskilegt að væri við löggæslustörf það árið.

Settar voru 500 milljónir aukalega til lögreglunnar árið 2015 en Snorri segir það ekki hafa skilað sér í fjölgun lögreglumanna, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni löggæslunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert