Plastið getur smitað

Það er ekki sama úr hverju er drukkið. Sumir brúsar …
Það er ekki sama úr hverju er drukkið. Sumir brúsar úr plasti smita efnum yfir í drykkinn sem í þeim er.

Efni úr plast­umbúðum utan um mat­vöru og drykki geta smit­ast yfir í mat­væl­in og þannig geta fjöl­mörg efni, sum skaðleg, kom­ist í snert­ingu við mat­væli.

Þetta sýn­ir ný rann­sókn Erlu Rán­ar Jó­hanns­dótt­ur, sem hún vann til MS-gráðu í mat­væla­fræði við HÍ, og fjallað er um í Morg­un­blaðinu í dag.

Erla Rán rann­sakaði smit úr ólík­um teg­und­um drykkjar­brúsa úr plasti með því að setja í þá blöndu krana­vatns og met­anóls, sem hef­ur svipaða virkni á plastið í brús­an­um og súr­ir íþrótta­drykk­ir. Eft­ir sól­ar­hring í stofu­hita höfðu efni úr plasti brús­anna smit­ast í vökv­ann í tíu af þeim 16 brús­um sem voru notaðir í rann­sókn­inni. Sum efn­in var ekki hægt að greina, en þau helstu sem fund­ust voru fenól, aseta­míð og ben­sa­míð sem eru mýk­ing­ar­efni, litar­efni, blek, sveppa- og bakt­eríu­drep­andi efni og leysi­efni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert