Fara ekki í samstarf með stjórnarflokkunum

Benedikt Jóhannesson, formaður og stofnandi Viðreisnar, segir flokkinn ekki fara …
Benedikt Jóhannesson, formaður og stofnandi Viðreisnar, segir flokkinn ekki fara í þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. mbl.is/Golli

Viðreisn mun ekki ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að loknum kosningum. Þetta kom fram í viðtali við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á morgun, þar sem hann var spurður af hverju Viðreisn gengi ekki strax til viðræðna við Pírata.

„Það er sjálfsagt að mæta til leiks með pírötum og öðrum þann 30. október,“ sagði Benedikt. „Við teljum að samtalið eigi að hefjast þegar kjósendur hafa sagt sitt.“

Þegar þáttstjórnendur þrýstu á hann að svara hvort hann sæi fyrir sér samstarf við stjórnarflokkana, sagði hann: „Ég skal bara segja, það verður ekki slík rík­is­stjórn. Það verður ekki rík­is­stjórn Fram­sókn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks, og Við­reisnar eftir kosn­ing­ar.“

Benedikt sagði ekki útlit fyrir að breyt­ingar myndu ná í gegn með núver­andi stjórn­ar­flokkum og Við­reisn vildi koma breyt­ingum í gegn. Meðal áherslumála flokksins væri að  koma á mynt­ráði, breyt­ingu í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Í raun greini Við­reisn á við stjórnarflokkana í öllum helstu mál­um. „Ég tel það afar ólík­legt að við getum náð saman við þá. Ég held að það sé miklu lík­legra að við náum saman við aðra flokka,“ sagði hann.

Í við­tal­inu sagði Bene­dikt að óform­legar þreif­ingar ættu sér stað á milli ýmissa ­flokka og hann hefði ekkert á mótið því að menn töluðu saman. Hann sagð­ist hins vegar ekk­ert hafa rætt við Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og frænda sinn, á þeim nót­um. „Nei, við höfum ekki átt kaffi­spjall mjög leng­i,“ sagði Bene­dikt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert