Hávaðarok við Ólafsvíkurhöfn

Ólafsvíkurhöfn í morgun.
Ólafsvíkurhöfn í morgun. Ljósmynd/Vagn Ingólfsson

Vindhviðurnar við Ólafsvíkurhöfn fóru upp í 36 metra á sekúndu um tíuleytið í morgun. Að sögn Péturs Bogasonar hafnarvarðar hefur veðrið dottið aðeins niður og hafa hviðurnar farið upp í 33 metra á sekúndu og vindurinn verið 28 m/s.

Ófært er á norðanverðu Snæfellsnesi, milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, og ekkert ferðaveður, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Frétt mbl.is: Sjáðu lægðina „í beinni“

„Það er allt vel bundið og gengið frá öllu. Það þýðir ekkert annað þegar það spáir svona,“ segir Pétur og bæti við að enginn sé úti á sjó.

Einhver fiskikör hafa þó fokið á svæðinu.

Að sögn Péturs er suð-suðaustanátt í Ólafsvík en spáð er sunnanátt þegar líður á daginn.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert