Sjáðu lægðina „í beinni“

Lægðin er að breiða úr sér við vestanvert landið. Rauði …
Lægðin er að breiða úr sér við vestanvert landið. Rauði liturinn táknar meiri vindhraða en sá græni og blái. Sá fjólublái táknar vind yfir 36 m/s. Skjáskot af Windytv.com

Það er hífandi rok víða á vestanverðu landinu. Á gagnvirku korti sem fylgir fréttinni er hægt að fylgjast með lægðinni sem þessu veldur.

Veðurstofan segir að í dag verði suðaustan stormur eða rok á sunnan- og vestanverðu landinu. Snarpar vindhviður verða víða, jafnvel yfir 40 m/s við fjöll. 

Í ábendingum veðurfræðings Vegagerðarinnar segir: Hvessir með morgninum, einkum vestast á landinu og gera má ráð fyrir hviðum 30-35 m/s á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi.

Bættir enn frekar í vind undir kvöld og þá víða stormur eða rok samfara talsverðri rigningu.  Hviður þá allt að 40 m/s og, einnig staðbundið á Vestfjörðum s.s. í Arnardal og í Fljótum í Skagafirði. Varasamar aðstæður, t.d. á Reykjanesbrautinni þegar vatn safnast í hjólför samfara hvassviðri þvert á veginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert