Skoða að áfrýja málinu til Hæstaréttar

Héraðsdómur talar í úrskurði sínum um þrjár mismunandi leiðir til …
Héraðsdómur talar í úrskurði sínum um þrjár mismunandi leiðir til að framfylgja banni á netaðgengi að svæðinu deildu og piratebay. mbl.is/Golli

Hringiðan skoðar nú að áfrýja til Hæsta­rétt­ar dómi héraðsdóms sem staðfesti lög­bann á fjar­skipta­fé­lög­in Síma­fé­lagið og Hringiðuna frá októ­ber 2015 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum deildu og pira­tebay ásamt lén­um sem vísa á sömu svæði.

„Okk­ur finnst svo­lítið kjána­legt að dóm­ur­inn segi að þetta sé tækni­lega ómögu­legt, en að lög­in segi annað og þess vegna sé dæmt eft­ir því,“ seg­ir Ingvar Linn­et, rekstr­ar­stjóri Hringiðunn­ar.

„Dóm­stóll­inn viður­kenn­ir að þetta [lok­un á neta­gengi] sé ekki hægt, en tal­ar síðan um þrjár mis­mun­andi leiðir til að fram­fylgja bann­inu.“ Tvær leiðanna eru að sögn Ingvars ekki svo flókn­ar en frek­ar gagn­laus­ar. Þriðja leiðin, sem er sú eina sem raun­veru­lega virk­ar, er mjög íþyngj­andi og felst í eft­ir­liti með því hvað all­ir gera á net­inu.

Frétt mbl.is: Hags­mun­ir rétta­hafa vegi þyngra

Frétt mbl.is: Dóm­ur tók und­ir til­gangs­leysi lög­banns

Niðurstaða dóms­ins er að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Hringiðunni, „í raun óskilj­an­leg í ljósi þess að út­færsla lög­banns­ins geri netið óör­ugg­ara fyr­ir not­end­ur allra ís­lenskra fjar­skipta­fé­laga, því ekki sé mögu­legt að upp­fylla tækni­leg­ar ör­yggis­kröf­ur um ör­ugga nafnaþjóna þegar verið er að beina um­ferð á rang­an stað líkt og út­færsl­an hef­ur verið hér á landi.“

Ingvar seg­ir e.t.v. erfitt að sýna fram á þetta fyr­ir dóm­stól­um. „Það eru not­end­ur sem fikta í net­inu sínu til að kom­ast fram­hjá lok­un­um sem or­sak­ar síðan þjón­ustu­leysi.“ Hann seg­ir ung­ling­inn á heim­il­inu sem er tölvu­fróðari en for­eldr­ana vera klass­ískt dæmi. „Hann ger­ir það sem hann þarf til að kom­ast inn á sín­ar síður, sem hef­ur það síðan í för með sér að for­eldr­arn­ir kom­ast allt í einu ekki leng­ur inn á lög­legu síðurn­ar sem þau ætluðu inn á. Þannig fer þetta að hafa nei­kvæð áhrif á al­gjör­lega óskylda þjón­ustu.“

Auðvelt að kom­ast fram­hjá lög­bann­inu

Þetta eru að hans sögn helstu áhrif­in sem þeir hjá Hringiðunni verða var­ir við að lög­bannið hafi. „Það er auðvelt að kom­ast fram­hjá þessu lög­banni þannig að við höf­um ekki orðið var við mikla breyt­ingu á um­ferð,“ seg­ir hann. „Þvert á móti, þá hef­ur vægi ólög­legra síða minnkað, en það hef­ur verið munstrið á heimsvísu og hef­ur meira að gera með upp­gang Net­flix og Spotify en lög­bannið.“

Frétt mbl.is: Héraðsdóm­ur staðfest­ir lög­bann vegna deildu og pira­tebay

Lög­bannið skap­ar líka vafa­samt for­dæmi að mati Hringiðunn­ar og þess vegna skoðar fyr­ir­tækið nú að áfrýja dóm­in­um. „Vand­inn sem við stönd­um frammi fyr­ir er að þetta er gríðarlega kostnaðarsamt, mála­ferl­in eru þegar orðin dýr og líkt og Síma­fé­lagið þá erum við með minni fé­lög­um,“ seg­ir Ingvar.

Dóm­ur héraðsdóms sé líka svo­lítið opin og því væri æski­legt að fá úr­sk­urð Hæsta­rétt­ar. „Hvort sem maður verður sam­mála eða ósam­mála þeim dómi, þá væri gott að fá botn í mál sem er búið að vera í gangi í mörg ár.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert