Matareitrunarmálinu er lokið

Sigurbjörg Dís og Jón Haukur á brúðkaupsdaginn í sumar.
Sigurbjörg Dís og Jón Haukur á brúðkaupsdaginn í sumar. Ljósmynd/Sigurbjörg Dís

Sátt hefur náðst á milli brúðhjónanna í Sandgerði, sem urðu fyrir því að tugir brúðkaupsgesta fengu matareitrun í veislu þeirra í sumar, og veitingamannsins Magnúsar Inga Magnús­sonar sem flest­ir kann­ast við sem eig­anda Texas­borg­ara. Veisluþjónusta í eigu hans sá um veitingar í brúðkaupinu.

Fyrr í þessum mánuði kom fram í Far­sóttar­frétt­um land­læknisembættis að sýk­ing­in sem veislugestir fengu mætti líklega rekja til lamba­kjöts­ins sem var reitt fram. Ekki var unnt að taka sýni úr lambakjötinu því það kláraðist í veislunni.   

Frétt mbl.is: Lamba­kjötið mengað af eit­ur­efn­um

Frétt mbl.is: Ætla áfram með matareitrunarmálið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert