Sumstaðar „litið alvarlegum augum“

Opið hús verður í Borgarnesi í Stéttarfélagi Vesturlands á Sæunnargötu …
Opið hús verður í Borgarnesi í Stéttarfélagi Vesturlands á Sæunnargötu 2a. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef heyrt misjafnar undirtektir um að konur gangi út. Sums staðar verði það litið alvarlegum augum en annars staðar hvetji launagreiðendur þær til þess. Hins vegar erum við á láglaunasvæði og konur fara ekki varhluta af því,“ segir Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands. Í húsnæði félagsins verður sýnt beint af samstöðufundinum á Austurvelli sem hefst kl. 15.15.

Hún hvetur konur til að leggja niður störf í Borgarnesi og leggja leið sína þangað. „Ég hvet líka alla launagreiðendur til að draga ekki af launum þeirra því nógu slæm er staðan fyrir,“ segir Signý.  

Hún bendir á að á eftir verði kjörið tækifæri til að hittast og ræða málin yfir kaffisopa.

Baráttufundir eru einnig haldnir á Akureyri, Bolungarvík, Egilsstöðum, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Neskaupstað, Patreksfirði, Sauðárkróki og Þorlákshöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert