Tíu manns af þeim sautján sem fluttir voru á bráðamóttöku Landspítalans eftir að rúta valt á Þingvallavegi til móts við Skálafell fyrir hádegi í dag hafa verið útskrifaðir. Tveir eru á gjörgæslu og fimm hafa verið lagðir inn á almennar deildir að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúi Landspítalans.
Frétt mbl.is: Tveir á gjörgæslu eftir rútuslysið
Fjörutíu og tveir voru í rútunni en restin af farþegunum var flutt í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ. Farþegar voru mestmegnis kínverskir ferðamenn en leiðsögumaður og ökumaður rútunnar voru íslenskir.
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum vegna rútuslyssins og beita þurfti klippum til að ná sumum farþegum úr rútunni. Þá var Landspítalinn settur á gult viðbúnaðarstig, sem felur í sér að kallað var út aukastarfsfólks og verklagi sem er sniðið að fjöldaslysum var komið á.
Komið hefur fram að rútan var á sumardekkjum en él hafði safnast á veginum frá fyrsta snjómokstri um morguninn. Rútan hefur verið rétt við og var Þingvallarvegur var opnaður á ný um hálffjögurleytið í dag.
Annað rútuóhapp varð í Hveradalabrekkunni á Hellisheiði í morgun engin slys urðu á fólki, að sögn lögreglunnar á Selfossi.