Viðbúnaður vegna rútuslyss

Lögreglumenn aðstoða farþega sem var um borð í rútunni er …
Lögreglumenn aðstoða farþega sem var um borð í rútunni er hún valt. mbl.is/Júlíus

Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum vegna rútuslyss á Þingvallavegi. 40 manna rúta fór á hliðina en ekki er vitað frekar um hvort einhverjir eru slasaðir né heldur hversu margir. Slysið varð við Skálafell og eru bæði sjúkrabílar og slökkviliðsbíll á leið á slysstað.

Ný frétt og uppfærð: Þrír slasaðir í rútuslysi

Uppfært klukkan 10:54

„Þingvallavegur er lokaður vegna slyss sem varð þar fyrir skemmstu. Þar fór 40 manna rúta útaf veginum við Skálafell og mikill víðbúnaður er á vettvangi. Við biðjum fólk að vera ekki á svæðinu og sýna björgunaraðilum skilning vegna starfa á vettvangi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert